top of page

Saga Jónsvers og tilurð

Jónsver ses á Vopnafirði er lítið sameignarfélag í eigu Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Vopnafirði, (ca. 75%) og Félags eldi borgara á Vopnafirði (ca25%). Félagið var formlega stofnað í desember 2004 og hóf starfsemi árið 2005.

Aðal hvatamenn að stofnun félagsins voru hjónin Jón Þorgeirsson og Jónína Björgvinsdóttir, þá bændur í Skógum í Vopnafirði. Jón hafði um áratuga skeið stundað söðlasmíði í hjáverkum og Jónína er orðlögð hannyrðakona. Síðustu ár búsetu þeirra í Skógum stunduðu þau eingöngu margskonar handverk og tóku að sér margvísleg verkefni, einkum þar sem saumaskapur margskonar kom við sögu. Þegar þau ákváðu að flytja í þéttbýlið á Vopnafirði og þar með missa þá vinnuaðstöðu sem þau höfðu í Skógum, ákváðu þau að beita sér fyrir því að stofnaður yrði vinnustaður þar sem sköpuð yrði vinnuaðstaða fyrir fólk með fötlun , eldri borgara og almennt fyrir aðila sem áttu erfitt uppdráttar í harðri samkeppni á almennum vinnumarkaði. Þau hjón vildu leggja inn í félagið öll sín tól og tæki sem og þær . Jafnframt fylgdu öll þeirra viðskiptasambönd með. Í þessa vegferð var farið í samstarfi við núverandi eigendur félagsins. Félögunum tókst að afla fjármuna til að kaupa húsnæði og koma starfseminni í gang. Félagið hefur verið rekið óslitið frá stofnun.

Í 3. gr samþykkta Jónsvers segir“ Tilgangur stofnunarinnar er að stuðla að tilurð starfa fyrir fólk með skerta starfsorku á Vopnafirði og nágrenni og önnur tengd starfsemi sem stjórn stofnunarinnar kann að ákveða. Öllum hugsanlegum hagnaði skal varið til almenningsheilla.“

Allt frá stofnun hefur rekstur Jónsver byggt á því að þar starfi fyrst og fremst fók sem á einn eða annan hátt eru með skerta starfsgetu. Launagreiðslur til starfsmanna fara eftir þeim almennum kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.

Núverandi forsvarsmenn Jónsvers hafa ákveðið að reyna að efla rekstur fyrirtækisins með því að fjölga þeim stoðum sem bera reksturinn uppi.

 

Frá upphafi hefur framleiðsla vindpoka fyrir flugvelli landsins verið ein megin stoð Jónsvers og svo verður vonandi áfram. Nú er stefnan að prófa kraftana á nýjum verkefnum. Þar er verið að horfa til framleiðslu á vörum fyrir hjúkrunarheimili og ýmsar sjúkrastofnanir auk einstaklinga með margvíslegar sérþarfir á þeim sviðum sem Jónsver getur sinnt.

Með þessari ákvörðun er vonast eftir að á Vopnafirði verði í framtíðinni starfrækt lítið en öflugt fyrirtæki sem leitast við að sinna þörfum hóps af fólki sem erfitt á með að fóta sig á hinum almenna vinnumarkaði.

Til þess að áætlanir um eflingu Jónsvers gangi upp þurfa sem flestir að liðsinna við verkefnið og velja þær vörur sem þar er boðið uppá. Það mun koma hópi fólks sem á undir högg að sækja í samfélaginu til góða.

Sem dæmi um þau verkefni sem Jónsver hefur unnið í gegnum tíðina má nefna snúningslök, draglök, tosulök, baujuflögg, vindpoka, seglaviðgerðir, fataviðgerðir, eyrnaskjól og ferð innleggja fyrir Össur ehf.

Gott samfélagslegt verkefni.

582719_3779662807030_588283254_n_edited.
Contact
bottom of page