top of page
Search

Allskonar tæki og tól fyrir fjölbreytta starfsemi.

Í Jónsveri eru ýmis tæki og tól sem forvitnilegt er að vita meira um og kynnast öllu því fjölbreytta sem hægt er að framkvæma þar.


Fyrst langar okkur þó að kynna fyrir ykkur vél sem er fyrir löngu hætt að nota. Þessa vél átti Einar í Birgi og notaði hana við skógerð á sínum tíma. Sonur hans, Jón, afhenti Jónsveri vélina til varðveislu. Þessi hefur að öllum líkindum komið nálægt mörgum skónum sem Vopnfirðingar gegnu á.


Hér er síðan vél sem enn er í notkun annað slagið. Hún var notuð við allskonar saum á þykkum efnum eins og leðri, skóm og þykkum seglum svo eitthvað sé nefnt. Hér á þessari mynd eru þau Astrid og Sigtryggur að gera við skó í henni. Einbeitningin leynir sér ekki.


Hér eru svo stórar og sterkar saumavélar sem sauma venjuleg efni, en eru mjög harðgerðar og sterkar og þola því mikla notkun.Overlockvélar eru tvær til í Jónsveri. Notkun á þeim gerir allan frágang fallegri og snyrtilegri auk þess sem þær eru vinnusparandi og saumurinn er sterkari.Svo er að sjálfsögðu ein lítil saumavél til nota fyrir minni og nettari verkefni.Hér er vél sem notuð var til þess að búa til búa til utan um hæla á innleggjum. Þessi vél var mikið notuð á meðan Jónsver sá um að pússa og gera innlegg fyrir Össur ehf.


Hér koma svo tvö tæki sem notuð eru til þess að setja kósur á t.d. vindpokana og fánavindpokana. Önnur er minni og fyrir minni kósur, sú stærri getur komið þónokkuð vígalegum kósum á sinn stað.Þegar sníða þarf stóra hluti úr efni er mikilvægt að hafa góð tæki sem bæði létta undir og minnki líkur á mistökum. Hér er mynd af hnífi sem sker allskonar efni.


Síðasta tækið sem við setjum inn mynd af að þessu sinni er vél sem notuð var til að gylla með, t.d. að gylla utan á bókakápur. Þessi vél, eins og fleiri, eru komnar frá Jóni í Skógum, en hann kunni bókband.36 views1 comment

Recent Posts

See All

1 commento


Gaman að þessu :)

Mi piace
bottom of page